Ferð: Hrútfell og Fróðárdalir

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Hálendið

Hrútfell og Fróðárdalir

Besta af Kili
Lýsing

Ný ferð um fornar slóðir á Kili. Leitum uppi fótspor Reynistaðabræðra en göngum einnig á fáfarin og há fjöll, skoðum gróna leynidali og vöðum jökulfljót.

Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar.

Brottför/Mæting
Kl. 08 með rútu frá Menntaskólanum við Sund
Fararstjórn

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Innifalið
Rúta, trúss, gisting og farastjórn

Búnaður

Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð

Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Í trússtöskunni

  • Svefnpoki og lítill koddi
  • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Auka nærbuxur og sokkar
  • Höfuðljós
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði
  • Eyrnatappar
  • Skálaskór
  • Peningar
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
  • Eitthvað gott á grillið
  • Kol og uppkveikilögur
  • Haframjöl
  • Brauð og flatkökur
  • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

  • Tjald og tjalddýna
  • Prímus og eldsneyti
  • Eldspýtur
  • Pottur
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Vasahnífur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur

Fróðleikur

 

Árbók 1929              

 

Hátt rís Hrútfell

Hrútfell á Kili er fjall sem hátt rís. Það er metnaður margra fjallgöngumenn að toppa það fjall og njóta þess að puða upp brattar hlíðar og fá síðan fallegt útsýni yfir hálendið sem er einstakt. Hjónin Páll Ásgeir og Rósa Sigrún eru fararstjórar í þriggja daga ferð Ferðafélags Íslands á Kjöl. Hápunktur ferðarinnar verður 17 kílómetra ganga á Hrútfell sem er tæplega 1400 metra hátt. Hækkun á göngu er um 850 metrar.

Hrútfell er brattur stapi með jökulhettu á kollinum. Í hlíðum þess eru skriðjöklar. Í bókinni Íslensk fjöll segir að fjallið sé einna líkast Eiríksjökli. Stórfínt útsýni er af toppnum við réttar aðstæður. Langjökull blasir við göngumönnum í vestri. Í suðri sést yfir Hvítárvatn. Handan þess má sjá Bláfell og Heklu. Í austri eru Kerlingafjöll og Hofsjökull.

Gist verður í skála Ferðafélags Íslands í Þverbrekknamúla. Ekki er úr vegi að rifja upp harmsögu Reynistaðabræðra sem fórust nokkru norðar árið 1780 þegar þeir voru að reka fé sitt þvert yfir hálendið. Sjálfsbjargarviðleitni Norðlendinganna endaði með dauða þeirra við þann stað sem seinna hlaut heitið Beinhóll. Saga öræfanna, hrakninga, sigra og ósigra er við hvert fótmál.

Þar sem hvílt er í skála Ferðafélags Íslands og kyrrð óbyggðanna ríkir er ekki úr vegi að rifja upp sagnir frá liðnum tíma.

Leiðarlýsing

1.d., föstud. Ekið úr Reykjavík snemma morguns. Við Gullfoss hittum við trússbíl sem tekur farangur vorn. Við höldum svo áfram í rútunni inn á Kjalveg og hefjum gönguna við gatnamót hans og Kerlingafjallavegar. Þaðan göngum við í Gránunes sem er fáséð gróðurvin á Kili og tengist helför Reynistaðabræðra í lok átjándu aldar. Þar setjumst við niður og öndum að okkur sögunni. Gengið um fornar slóðir þvert yfir hraunið í stefnu á Þverbrekknamúla. Nálægt skálanum finnum við trússið, komum okkur fyrir í skála og lesum draugasögur á kvöldvökunni. Ganga: 10 km, nær engin hækkun.

2.d. Vöknum í vígahug og höldum af stað til fjalls. Rétt norðan við skálann rís Hrútfell hátt yfir nágrennið og teygir sig í 1380 metra hæð yfir sjó. Við hyggjumst ganga á fjallið. Það er talsvert bratt og seinfarið upp skriður upp á brún en þaðan er svo aflíðandi inn á toppinn. Sé veður bjart er stórkostlegt útsýni af þessu erfiða fjalli og ríkuleg uppskera fyrir sveitta göngumenn. Svo höldum við ofan aftur og borðum eins og úlfar eftir góðan dag. Ganga: 17 km. Hækkun: 900 m.

3.d. Vöknum snemma og tökum saman vort púss og skiljum það eftir fyrir trússbílinn. Höldum úr Þverbrekknamúla, yfir Baldheiði, utan í Hrefnubúðum og komum niður í Fremri-Fróðárdali. Þeir eru grösugir og fagrir og þar flæðir vatn um allt. Þetta er fáfarin gróðurvin falin að baki fjalla norðan við Hvítárvatn. Þræðum okkur meðfram graslendi og flæðiengjum uns við komum að Fúlukvísl. Vöðum yfir þetta illilega vatnsfall sem þarna breiðir vel úr sér og skiptist í nokkra ála. Þaðan höldum við heim í Hvítárnes, elsta skála Ferðafélagsins, á bökkum Tjarnár og látum vörður á hinum forna Kjalvegi leiða okkur heim. Í Hvítárnesi bíður rúta og trúss eftir okkur og flytur hópinn til Reykjavíkur. Ganga: 19 km. Hækkun: um 200 m.