Sjö tindar Hafnarfjalls
- Lýsing
Mörg okkar tengja Hafnarfjall við skarpar vindkviður sem hafa stundum valdið ökumönnum vandræðum en þetta tignarlega fjall er mjög skemmtilegt til göngu. Hafnarfjall og umhverfið er mótað af djúpum dölum og yfir þeim rísa fallegir tindar með útsýni til allra átta. Fyrir austan skriðurunna hlíðina eru áhugaverðir hnúkar og tindar sem tengja má saman í hringferð. Hafnarfjall ásamt Skarðsheiði er hluti af nokkurra milljón ára gamalli megineldstöð sem er mikið rofinn af jöklum ísaldanna.
Okkar gönguleið liggur frá dalsmynni sem er fyrir miðju fjallinu og farinn er nokkuð krefjandi gönguhringur eftir fjallsöxlum og hryggjum á milli tindanna.
Haldið er upp bratta skriðu Tungukolls (666 m) til norðurs og eftir að upp er komið má segja að mestu erfiðleikar göngunnar séu búnir. Framhaldið er þægileg ganga hringinn í kring um dalinn sem gengur inn í Hafnarfjallið. Þar skiptast á hækkanir upp á hnjúka og tinda og lækkanir niður í skörð og á fjallsaxlir.
Við áætlum að vera komin aftur að bílunum um kl. 01.30- Brottför/Mæting
- Kl. 17 við Háumela undir Hafnarfjalli
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Gott að vita:
- Ganga: um 13 km.
- Hækkun: um 740 m.
- Göngutími: 7-8 klst.
- Gott nesti og heitt á brúsa.
- Áætlað að vera komin aftur að bílunum um kl. 01
Upphafstaður göngunnar er við Háumela vestan undir dalsmynni sem skiptir Hafnarfjallinu.