Suðvesturland
Snjóflóð 1
Grunnnámskeið
- Lýsing
21.- 22. febrúar, 2 dagar
Kennt: Kl. 18:00 - 22 föstudag í risi FÍ Mörkinni 6 og kl. 9-17 laugardag.Námskeiðið er grunnnámskeið og er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði í snjóflóðafræðum. Námskeiðslengd er u.b.þ. 12 klst., þar af bóklegur hluti 3-4 klst og verkleg útikennsla u.b.þ. 8 klst. Þó getur tímalengd verklega hlutans ráðist af veður- og snjóaðstæðum hverju sinni.
Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í snjóflóðaleit og björgun úr snjóflóðum og að þeir tileinki sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu.
Leiðbeinandi: Kemur frá Landsbjörgu
Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum:
- Almenn snjóflóðafræði; samspil vinds, úrkomu og hitastigs hafa áhrif á snjóflóðahættu; helstu gerðir snjóflóða og eðli þeirra.
- Félagabjörgun úr snjóflóðum: lífslíkur í snjóflóðum, kynning á öryggisbúnaði, leit að einum gröfnum snjóflóðaýli, notkun snjóflóðastanga og moksturstækni.
- Vísbendingaleit í snjóflóðum: leit að gröfnum, ýlalausum einstaklingi í snjóflóði.
- Mat á snjóflóðahættu: Veðurfræði og snjóflóð, snjóþekjan og lagskipting, landslag, stöðugleikaprófanir og leiðarval
- Fyrsta hjálp í snjóflóðum