Söguganga: Framhjágangan mikla – í fótspor Þórbergs
- Lýsing
Árið 1912 var viðburðaríkt í lífi Þórbergs Þórðarsonar. Eftir sumarvinnu á Akureyri tók hann sér far með strandferðaskipinu Hólum og ætlaði til Hvammstanga og þaðan fótgangandi til Reykjavíkur. Hann hugði á endurfundi við elskuna sína sem var frá á Bæ við vestanverðan Hrútafjörð. Hann steig þó óvænt af skipinu í Norðurfirði á Ströndum og hélt í tilhlökkun fótgangandi suður á bóginn.
Sögugangan í ár mun feta í fótspor söguhetjunnar um nokkra kafla þessarar leiðar, en öll verður framhjágangan fléttuð saman af sögufræðaranum Baldri Sigurðssyni sem hefur gengið í fótspor Þórbergs alla leið til Reykjavíkur.Einhverjir bílar skildir eftir þar sem göngu lýkur hvern dag.
- Fararstjórn
Sigrún Valbergsdóttir og sögufræðari: Baldur Sigurðsson
- Innifalið
- Innifalið: Gisting, fullt fæði (morgunverður, nesti og kvöldverður), afnot af sundlaug, sögufræðsla og fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Leiðarlýsing
1.d., miðvikud. Komið á eigin bílum að Laugarhóli og safnast þar saman til sögustundar kl. 20:30
2.d. Safnast í bíla og ekið fyrir Balafjöllin og Kaldbak til Norðurfjarðar. Einhverjir bílar skildir eftir í Reykjarfirði. Minjasafnið Kört í Árneshreppi heimsótt. Þaðan er gengið inn Árnesdal og um Göngumannaskörð niður í Selvík í Reykjarfirði. Ganga: 7 km. Hækkun/lækun: 350 m
3.d. Ekið að Bassastaðahálsi ofan Selstrandar við Steingrímsfjörð. Gengin rudd leið upp á Trékyllisheiði, fram hjá Öxl þar til komið er á varðaða reiðleið yfir heiðina. Eftir þeirri leið stefnt suður af heiðinni, niður Bæjargil að mynni Selárdals.
Ganga: 12 km. Hækkun/lækkun: 350m
4.d. Ekið fyrir Steingrímsfjörð og inn í botn Kollafjarðar að Stóra-Fjarðarhorni. Þaðan er lagt upp brekkuna upp á Bitruháls, gengið um Skörð, niður sneiðinga hjá Grafargili og komið niður að bænum Gröf í Krossárdal ofan Bitrufjarðar.
Ganga: 10 km . Hækkun/ lækkun: 400 m.
5.d. Sögulok og heimferð. Komið við á Óspakseyri. Ekið framhjá Bæ við Hrútfjörð og niður á Borðeyri. Þar er kaffistopp og síðasta sögustund, og upplýst verður um leyndarmál Framhjágöngunnar.
Gott að vita:
Aðsetur Sögugöngunnar verður í Bjarnarfirði, annars vegar að Laugarhóli og hins vegar að Svanshóli í 1 km fjarlægð þaðan. Gist er í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum.
Sundlaug er á staðnum. Að Laugarhóli er góð aðstaða fyrir sögustundir og sameiginlegan mat.