Ferð: Sveinstindur

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðurland

Sveinstindur

Í fótspor Sveins Pálssonar
Lýsing

Gengið á Sveinstind, næst hæsta fjall landsins, í fótspor Sveins Pálssonar, landlæknis og náttúrufræðings, sem gekk fyrstur þessa leið árið 1794. Leiðin liggur frá Kvískerjum, sunnan við Hrútárjökul, fram hjá Sveinsgnípu og á Sveinstind. Á leiðinni blasa Hnapparnir við í suðri og í norðri sést Hrútárjökullinn sem fellur frá Sveinstindi. Gisting á eigin vegum.

Jöklabúnaður er nauðsynlegur; ísöxi, jöklabroddar og göngubelti.  Föstudagur og sunnudagur til vara, takið dagana frá. 

Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar .

Brottför/Mæting
Aðfaranótt fimmtudags við Vattará á hringvegi 1, sunnan Kvískerja.
Fararstjórn

Hjalti Björnsson

Innifalið
Fararstjórn.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð á jökli

Ísland liggur við heimskautsbaug og alltaf má búast við vondum veðrum, sér í lagi þegar ferðast er á há fjöll eða jökla. Jafnframt krefjast jöklaferðir margvíslegs öryggisbúnaðar og því er dagpoki jöklaferðalangs töluvert þyngri en þegar gengið er á lægri fjöll utan jökla.

Athugið að enginn skyldi ferðast einn á jökli. Á sprungusvæðum jökla þarf að ganga í línu og lágmarkið er þrír í línu. Aðeins þeir sem hafa góða þekkingu á sprungubjörgun ættu að ferðast án fararstjóra á jökli.

Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir uppháir gönguskór úr leðri eða stífir jöklaskór
  • Mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís
  • Peysa úr ull, flís eða mjúkskel
  • Göngubuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi. Nauðsynlegt er að taka nóg af vatni þegar ferðast er lengi á jökli
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Öryggisbúnaður

  • Belti með karabínu
  • Jöklabroddar sem búið er að stilla á gönguskóna
  • Ísöxi
  • Jöklalína (hjá fararstjóra)
  • Sprungubjörgunarbúnaður (hjá fararstjóra)
  • Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla ef ferðast er um möguleg snjóflóðasvæði

Ef fjallaskíðaferð

  • Fjallaskíði og stafir
  • Skíðahjálmur
  • Skinn undir skíðin
  • Broddar undir skíðin

Fróðleikur

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

Gott að vita:

  • Ganga: 22 km.
  • Hækkun: 2000 m.
  • Gisting á eigin vegum.
  • Föstudagur og sunnudagur til vara, takið dagana frá. 
  • Jöklabúnaður er nauðsynlegur; ísöxi, jöklabroddar og göngubelti.

Jöklabúnaður:
Hægt er að leigja jöklabúnað hjá Ferðafélagi Íslands fyrir þessa ferð með því að smella HÉR