Ferð: Þjóðleiðin frá Hrauni í Ölfusi að Arnabæli

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðurland

Þjóðleiðin frá Hrauni í Ölfusi að Arnabæli

Eldri og heldri ferð
Lýsing

Er ekki langt síðan þú hefur farið út og sullað í ám eða lækjum? Þessi ferð er opin öllum og hentar einnig flestum eldri og heldri félögum.
Ekið er að Hrauni í Ölfusi þar sem gangan hefst. Í upphafi göngunnar er vaðið grunnt meðfram bökkum Ölfusár, síðan er gengið eftir Nauteyrum, á grónu landi þar sem við tökum okkur hvíld og borðum nestið. Svo er vaðið aftur og að lokum er gengið á grónu landi að gamla kirkjustaðnum Arnarbæli. 

Þetta er létt leið, u.þ.b. 8 km og vaðið er ekki djúpt,
rétt um ökla, miðja leggi en á smáhluta á mið læri.
Ekki þarf sérstaka vaðskó, gamlir strigaskór nægja, svo og venjulegir léttir gönguskór. Göngustafir koma að gagni. Einnig dagpoki með nesti til dagsins.

Brottför/Mæting
Kl. 10 með rútu frá Reykjavík
Fararstjórn

Ólöf Sigurðardóttir.

Innifalið
Rúta og fararstjórn.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Gott að vita:

  • Ganga: 8 km 
  • Göngustafir koma að gangi.
  • Taka með sér vaðskó