Ferð: Tröllafoss í Mosfellsdal

Suðvesturland

Tröllafoss í Mosfellsdal

Prjónaganga
Lýsing

Lokagangan okkar í vetur er í Mosfellsdal og ætlum við meðal annars að kíkja á hinn fallega Tröllafoss og Móskarðshnúka. Þar er einna mest áberandi Stardalshnúkur sem skartar fallegu stuðlabergi sem gaman er að virða fyrir sér. Ganga 7,5km og hækkun 334m.

Ókeypis er í göngurnar og allir velkomnir en
nauðsynlegt er að skrá sig

Skráning í göngu

Brottför/Mæting
kl.18, við Hrafnhóla
Fararstjórn

Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Um prjónagöngur

Langar þig að koma út að ganga með prjónana í bakpokanum?
Þá eru þetta göngur fyrir þig.
Við ætlum að fara eina létta prjónagöngu í mánuði á höfuðborgasvæðinu og í nágrenni þess fram í apríl.

Hvetjum alla sem hafa þetta áhugamál til að koma og taka þátt og einnig þá sem hafa áhuga að læra að prjóna.

Fleiri prjónagöngur 2025

Gott að vita: 

Fyrstu mánuðina leggjum við áherslu á að geta sest inn á kaffihús í lok göngunnar með prjónana. Að sjálfsögðu ætlum við ef veður leyfir að setjast niður í göngunum og prjóna en eigum þá alltaf kaffihúsið í bakhöndinni ef aðstæður bjóða ekki upp á að prjóna úti.

Klæðum okkur eftir veðri, góða gönguskó, keðjubrodda, höfuðljós og að sjálfsögðu eru prjónarnir teknir með. Gott er að hafa heitt á brúsa og smá nasl með í bakpokanum.

Upphafsstaður göngunnar, sjá hér