Ferð: Veðurfræði

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðvesturland

Veðurfræði

Námskeið
Lýsing

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins.

Farið verður yfir helstu hugtök í almennri veðurfræði og þau hugtök sem helst nýtast almenningi til að nýta þær upplýsingar sem liggja fyrir í veðurspám, bæði á vefnum, í sjónvarpi og útvarpi. Farið verður yfir viðvaranir, þýðingu þeirra og mismunandi áherslur. Þá verður farið í sértæka hluti eins og áhrif landslags á staðbundið veðurfar, þann tímaskala sem hægt er að nota í veðurspám og hvernig túlkun og áreiðanleiki spáa breytist með tíma.

Öflun veðurgagna og túlkun þeirra verður líka hluti námskeiðsins, bæði að sækja einfaldar mælingar og lesa úr en einnig verður farið yfir hvernig hægt er að sækja og túlka langtímaraðir nokkurra athugunarstöðva á Íslandi.

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfræði og nýtist áhugaveðurfræðingum jafnt sem áhugafólki um útivist.

Leiðbeinandi: Elín Björk Jónasdóttir 

Brottför/Mæting
Kl. 19:15 – 22:15 í Risi FÍ, Mörkinni 6.
Innifalið
Innifalið: kennsla

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Almenna veðurfræði, grunnhugtök.
  • Veðurspár og veðurviðvaranir.
  • Öflun veðurgagna og túlkun þeirra.

Ávinningur þinn

  • Þú lærir að afla þér gagna um veður og áttar þig á muninum á milli þeirra veðurspáa sem eru í boði.
  • Þú lærir helstu hugtök veðurfræði, bæði til að styrkja grunnþekkingu fagsins en einnig til að eiga auðveldara með að skilja og túlka veðurspár.
  • Þú lærir að túlka veðurathuganir.
  • Farið verður yfir samspil landslags og nærveðurfars og einnig lögð sérstök áhersla á að meta veður til fjalla.