Ferð: Vonarskarð

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Hálendið

Vonarskarð

Skála og tjaldferð
Lýsing

Fjögurra daga ferð um eina helstu perlu íslenskrar náttúru þar sem fegurðin og kyrrðin ráða ríkjum. Vonarskarð er gróðurlaust skarð milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls. Í Vonaskarði er litríkt hverasvæði þar sem heitir fossandi lækir hverfa í svartan sand á víðáttum vatnaskila á milli norður- og suðurlands og eru þar upptök bæði Skjálfandafljóts og Köldukvíslar. Vonarskarð er friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Gist verður tvær nætur í skála Ferðafélag
s Íslands í Nýjadal og eina nótt í tjaldi við Svarthöfða

Fararstjórn

Fanney Ásgeirsdóttir, Bergur Kristinn Guðnason 

Innifalið
Gisting og farastjórn

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Fróðleikur

Leiðarlýsing

1.d., fimmtud. Hittumst í Hrauneyjum um kl. 14. Setjum þann farangur og mat sem á að fara inn Svarthöfða í þá bíla sem fara þangað. Vegurinn þangað er grófur á köflum en fær öllum venjulegum jeppum. Leggjum af stað frá Hrauneyjum um kl 15, og ökum í samfloti að afleggjaranum að Svarthöfða. Hluti af bílunum ferjaðir að Svarthöfða þar sem þeir verða skildir eftir með öllum tjaldbúnaði þátttakenda. Þaðan er ekið inn í Nýjadal. Komum okkur fyrir í skálanum og förum yfir dagskrána næstu daga.

2.d.
Gengið um Mjóhálsinn inni í Vonarskarð, hverasvæðið skoðað, rölt suður úr skarðinu og gist í tjöldum við Svarthöfða. Ganga: 20 km. Uppsöfnuð hækkun: 730m.

3.d. Gengið hringinn í kringum Kolufell, um Tvílitaskarð og að bílunum sem bíða okkar við Svarthöfða. Ekið í skála í Nýjadal. Ganga: 9 km. Uppsöfnuð hækkun: um 360 m.

4.d. Vöknum snemma, frágangur í skála. Dagskrá dagsins ræðst af veðri og göngugleði. Ef það er bjart verður gengið á Háhyrnu í Tungnafellsjökli. Annars verður farið í skoðunarferð norður fyrir jökul, gengið að Jónafossi, ekið að Gjallanda og Hnýflum og mögulega í Gæsavötn. Síðan ekið í rólegheitum niður í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur.