Ferð: Fjöruferð í Reykjavík

Suðvesturland

Fjöruferð í Reykjavík

Með fróðleik í fararnesti
Lýsing

Við skoðum ýmsar lífverur fjörunnar, grúskum og leitum að kröbbum og öðrum smádýrum, greinum þörunga og fleira, í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu, þar sem er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf.

Með í för verða líffræðinemar úr Háskóla Íslands en ferðina leiða þeir Ólafur Patrick Ólafsson, háskólakennari og margreyndur vísindamiðlari og Jóhann Óli Hilmarsson, landsþekktur fuglavísindamaður og fuglaljósmyndari. Jóhann Óli hefur hlotið verðlaun fyrir störf sín í þágu náttúrverndar. Gangan er hluti af starfi Ferðafélags barnanna og það verður sérstaklega áhugavert fyrir fjölskyldufólk að ganga um fjöruna með Jóhanni Óla sem er á meðal helstu fuglaljósmyndara landsins. Hann er auk þess höfundur bókarinnar Fuglavísir sem margir eiga.

Jóhann Óli mun því leiðbeina fólki um þá fugla sem ber fyrir augu en Grótta er einmitt dásamlegur staður til að skoða fugla, ekki síst að vorlagi þegar farfuglarnir streyma til landsins.

Gott er að mæta vel klædd, í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna hinum ýmsu lífverum. Ekki gleyma nesti. 2-3 klst.

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis. Ekkert að panta, bara mæta!

Brottför/Mæting
Kl. 12 við bílastæði við Gróttu, yst á Seltjarnarnesi.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Með fróðleik í fararnesti

Nánari upplýsingar síðar á Fésbók og heimasíðu FÍ og HÍ.

"Með fróðleik í  fararnesti,“ verkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem hlaut vísindaverðlaun Rannís 2023