Vörunúmer: 404013

Biskupaleið yfir Ódáðahraun

Verðm/vsk
1.750 kr.

Fræðslurit og leiðarlýsing um gamla leið yfir Ódáðahraun, sem nefnd hefur verið biskupaleið. Gömul vörðubrot varða leiðina.

Saga biskupaleiðarinnar er rakin í bókinni sem er prýdd fjölda ljósmynda og korta sem sýna leiðina. 

Verðm/vsk
1.750 kr.

Biskupaleið yfir Ódáðahraun

Eftir Ingvar Teitsson

Í þessu bókarkveri lýsir höfundur, Ingvar Teitsson, gamalli leið yfir Ódáðahraun, sem nefnd hefur verið biskupaleið.

Rekja má vörðubrot megnið af leiðinni frá Skjálfandafljóti austur að Jökulsá á Fjöllum og fullvíst má telja að Skálholtsbiskupar hafi stundum farið þessa leið í visitasíur til Austurlands. Einnig munu Norðmýlingar af og til hafa farið hér um til Alþingis á Þingvöllum.

Saga biskupaleiðarinnar er rakin frá söguöld og fram undir 1700 og líka sagt frá því hvernig leiðin var uppgötvuð á ný á 20. öldinni. Leiðinni er lýst og það helsta sem fyrir augu ber er tíundað.

Í kverinu eru tugir ljósmynda auk korta og teikninga og GPS staðsetningar á gömlu vörðunum.

Kverið á erindi til áhugamanna um sögu hálendisferða en ætti einnig að vera áskorun til göngu- og hestamanna að kynnast þessu fallega og fjölbreytta öræfasvæði af eigin raun.

Höfundurinn Ingvar Teitsson er fyrrverandi formaður Ferðafélags Akureyrar og frumdrög þessa rits birtust upphaflega sem grein í Ferðum, ársriti Ferðafélags Akureyrar í júní 2002.

Kaflar í bókinni

  • Biskupaleið. Saga leiðarinnar
    • Ferð Sáms á Leikskálum
    • Visitasíur Skálholtsbiskupa í Austfirðingafjórðung
    • Biskupasögur sr. Jóns í Hítardal
    • Sámsvegar yfir Ódáðahraun leitað
    • Rannsóknir Ólafs Jónssonar og Jóns Sigurgeirssonar
    • Botnatóft
    • Tjaldhringirnir á Heilagsdal
    • Hestaferðir sr. Solveigar Láru
    • Gistu biskuparnir á Syðri-Haga eða á Heilagsdal?
    • Gömlu vörðurnar: GPS staðsetning
  • Biskupaleið. Lýsing gönguleiðar
  • Vörður á biskupaleið yfir Ódáðahraun: GPS punktar