Vörunúmer: 303088

Háfjallakvillar

Verðm/vsk
1.500 kr.

Í þessu kveri er fjallað um helstu sjúkdóma sem geta gert vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli; jafnt háfjallaveiki, sem er algengasta birtingarform hæðarveiki, sem og lífshættulega sjúkdóma eins og hæðarlungnabjúg og hæðarheilabjúg. 

Hæðaraðlögun er útskýrð í stuttu máli, þ.e. eðlileg viðbrögð líkamans við súrefnisskorti, en jafnframt vikið að öðrum algengum háfjallakvillum eins og svefn- og meltingartruflunum, snjóblindu og kali.  

Farið er yfir meðferð helstu kvillanna og aftast er listi yfir þau lyf sem hentugt er að hafa með í háfjallaferðir erlendis. 

Verðm/vsk
1.500 kr.