Karfan er tóm.
Safn söngva og svipmynda og eins og heitið aldarslagur Sigurðar Þórarinssonar gefur til kynna er útgáfan helguð aldarafmæli Sigurðar, sem fæddist 1912.
Í albúminu eru tveir diskar (CD og DVD) og 48 síðna myndskrýddur bæklingur með öllum söngtextunum ásamt skýringum. Ítarlegan formála um Sigurð Þórarinsson ritar nafni hans Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur. Í bæklingnum er einnig yfirlit um helstu viðburði í lífi Sigurðar og nokkrar línur um hann sem söngvísnasmið.
Á CD-disknum eru 32 söngvar við þýdda og frumsamda texta eftir Sigurð. Söngvarnir eru af þrennum toga:
Á DVD-disknum eru þrjú myndskeið sem voru sýndir í Sjónvarpinu á árum áður.
Ferðafélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðafélag og Jöklarannsóknafélag Íslands gáfu diskana út en að auki styrktu nokkrir aðilar útgáfuna með fjárframlögum og aðstoð í formi vinnuframlags.