Eldgosið í Geldingadal er lítið en um leið stórbrotið sjónarspil, ótrúlega fallegt og kyngimagnað. Ljósmynd: Tómas Guðbjartsson
Ferðafélag Íslands hvetur alla sem hyggjast fara í skoðunarferð að gossvæðinu í Geldingadölum að huga vel að búnaði og veðri
Ferðafélag Íslands hvetur fólk til að skilja ekki eftir sig rusl á leiðinni, ganga vel um náttúruna og fara varlega.
Búnaður fyrir göngu að gossvæðinu í Geldingadölum
Pakkað fyrir dagsferð
Gönguferð að gossvæðinu frá upphafsstað göngu getur verið allt frá 7 - 12 km löng leið . Að hluta til er gengið um grýtt landslag sem er aðeins á fótinn. Allir sem leggja í slíka göngu þurfa að vera í með allan réttan búnað og vera í ágætu líkamlegu formi.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / hlífðarfatnaður
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar ef það hefur nýlega snjóað
- Hálkubroddar
- Höfuðljós
https://www.fi.is/is/frodleikur/bunadarlistar/dagsferdir