Ásfjall við Hafnarfjörð
Lýsing
Gangan hefst við Haukahúsið á Ásvöllum og er gengið vestan íþróttasvæðis niður að tengibrú stígsins sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ásfjalli. Á fjallinu er falleg vel hlaðin varða sem gaman er að príla upp á. Útsýni af Ásfjalli er stórbrotið þótt fjallið sé ekki hátt.
Frá Haukahúsi um Ásfjall og Ástjörn eru um 3.9 km.
Merktar gönguleiðir liggja í kringum Ásfjall og umhverfi þess og teygir stígakerfið sig yfir að Hvaleyrarvatni og þaðan áfram um höfðana kringum vatnið. Þannig getur þessi ganga upp á Ásfjall orðið mönnum hvatning til þess að kanna nýjar lendur og ókunna stíga.