Gönguleiðir: Ríkishringur í Heiðmörk

Suðvesturland

Ríkishringur í Heiðmörk

Lýsing

Heiðmörk er stórkostlegt útivistarsvæði. Þar geta allir náð sambandi við móður náttúru hvort sem þeir eru gangandi, skokkandi, hlaupandi, hjólandi eða skíðandi. Að hafa þessa paradís við bæjardyr Reykvíkinga verður aldrei metið til fjár.
Meðal þeirra sem sækja í víðfeðmt stígakerfi Heiðmerkur sér til heilsubótar skipar "Ríkishringurinn" sérstakan sess. Enginn veit afhverju hann er kallaður þetta en margir þekkja hann. Ríkishringur byrjar og endar við brúna yfir Elliðavatnið þar sem maður kemur úr Rauðhólum á leiðinni upp í Heiðmörk. Lagt er af stað frá bílastæðinu vinstra megin. Þetta er einn lengsti mögulegi hringur í Heiðmörkinni svo til þess að fara hann þarf að hafa augun opin og beygja helst alltaf til vinstri miðað við að farið sé réttsælis.
Á sumardegi er rétt að búast við umferð á stígnum og sérstaklega þurfa hjólamenn að fara gætilega því þeir geta komið í flasið á göngufólki á miklum hraða. En að jafnaði eru öll dýrin í skóginum vinir og geta átt lundina saman.

Nauðsynlegt er að skoða vel merkingar á skiltum og kortum á ferð um Heiðmörk því reynt er að stýra umferð. Ef göngumaður tekur vitlausa beygju einhvers staðar þá gerist ekkert alvarlegra en að hann lendir inn á nýjar slóðir og getur þá áttað sig á ný.
GPS-ferill