Skáli: Baugasel

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Norðurland vestra

Baugasel

Baugasel er upphaflega gamall torfbær í Barkárdal, eyðidal sem teygir sig vestur úr Hörgárdal inn í miðbik Tröllaskagans. Baugasel fór í eyði árið 1965. Dalurinn er girtur háum fjöllum og sá ekki til sólar í Baugaseli frá 4. október til 8. mars eða í 157 daga. Þar var fallegur torfbær sem Ferðafélagið Hörgur gerði upp sem gönguskála á árunum upp úr 1980. Jeppaslóð liggur frá þjóðvegi inn að Baugaseli sem er um 7 km leið.


Upplýsingar

  • Símanúmer: 8990205
  • Aðgengi: Gangandi/Jeppa
  • Skálavörður: Nei

Aðrar upplýsingar

  • Skálinn er alltaf opinn og greiðsluupplýsingar má finna inn í baðstofunni
  • Gistiaðstæða fyrir 4 - 6
  • Kamar
  • Ekkert rennandi vatn í skálanum, en það er lækur í nágrenninu

Aðstaða í/við skála