Botni
Ferðafélag Akureyrar
Botni stendur um 650 m suð-suðaustan efstu upptaka Suðurár, byggður 1996. Þangað liggur fáfarin jeppaslóð um Dyngjufjalladal.
Gistirými fyrir 16 manns í kojum, svefnpokapláss á dýnum. Kynding með gasofni og steinolíuvél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn má fá úr vatnsaugum við tjarnir suðvestan skálans eða úr upptakalindum Suðurár. Kamar. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að göngufólk sitji fyrir um gistingu
Upplýsingar
- GPS staðsetning: 65° 16.171'N, 17° 4.078'W
- Símanúmer: 462 2720
- Hæð yfir sjávarmáli: 440
- Aðgengi: Gangandi
- Skálavörður: Nei