Dalakofi
Dalakofi lúrir í Vesturdölum norðan við Laufafell, á Syðra Fjallabaki (Laufaleitum). Auðvelda leiðin á bíl (akfær jeppum og hærri jepplingum) er að fara F210 frá Keldum og inn að Laufafelli, þar kemur afleggjari, c.a. 7km langur sem merktur er Hrafntinnusker/Dalakofi. Skálinn er partur af Dalastíg, sem byrjar í Landmannahelli og fer um Dalakofa, Hungurfit að Mosum við Markarfljót.
Aðstaða:
Dalakofi er sæluhús sem rúmar 22 manns í gistingu. Það eru tvær svefnálmur og á milli þeirra aðstaða til eldunnar, borðsalur og salerni. Í skálanum er góð eldunaraðstaða með gasi, mataráhöldum, borðbúnaði og köldu rennandi vatni. Kolagrillið er frumstætt hlóðargrill. Vetrarkamar er sunnan við skálann.
Nærliggjandi staðir:
Í nágrenni skálans er litríkt og fjölbreytt náttúra, skartar hverum, gígum, fossum, uppsprettum og litríkum fjöllum og gljúfrum.
Saga:
Dalakofi var byggður af Rúdólf Þórarni Stolzenwald árið 1975 og verður því 50 ára nú í sumar 2025. Afkomendur hans eru eigendur skálans í dag.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 63°57.048 W 19°21.584
- Símanúmer: 669-9839
- Hæð yfir sjávarmáli: 800m
- Næsti skáli: Hrafntinnusker og Hungurfit
- Aðgengi: Gangandi og á jeppum
- Farsímasamband: Já
- Skálavörður: Á sumrin