Dreki
Ferðafélag Akureyrar
Skálarnir í Dreka standa við Drekagil, austan Dyngjufjalla sem umlykja Öskju. Drekagil er í 8 km akstursfjarlægð frá Vikraborgum, þaðan sem gengið er 2,5 km inn að Víti og Öskjuvatni. Frá Drekagili er 19 km akstur að Holuhrauni.
Gott tjaldsvæði er við Drekagil með aðgangi að snyrtihúsi.
Nokkrar stikaðar leiðir eru í nágrenni skálans. Stutt er í Öskju og þar eru gönguleiðir. Landverðir á svæðinu eru með fastar fræðslugöngur við Öskju.
Sumarið 2023 var tekið í notkun þjónustuhús fyrir tjaldgesti, göngu- og hjólafólk auk lausaumferðar. Í húsinu er góð aðstaða fyrir fólk til að borða nesti og þurrka fatnað. Í þjónustuhúsinu er veitingasala.
Gamli Dreki var byggður 1968 og hefur verið skálavarsla þar síða 1986. Árið 2001 var byggt veglegt snyrtihús í Drekagili og 2005 var nýi Dreki tekinn í notkun. Nýtt skálavarðarhús var svo tekið í notkun 2007 og nefnt Fjólubúð eftir Fjólu Kristínu Helgadóttur sem var skálavörður í Drekagili um árabil.
Skálaverðir eru í skálanum frá miðjum júní fram í september.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 65°02.520 – W 16°35.720
- Símanúmer: 841-5696 / 822-5190. Tetra: 641-0040
- Hæð yfir sjávarmáli: 780 m
- Aðgengi: Á jeppum
- Skálavörður: Á sumrin