Dyngjufell
Ferðafélag Akureyrar
Dyngjufell er í Dyngjufjalladal, norðvestan undir Dyngjufjöllum, hann var byggður 1993. Skálinn er 3,7 km í suðvestur frá Lokatindi. Þangað liggur fáfarin jeppaslóð um Dyngjufjalladal.
Gisting fyrir 16 manns í kojum með dýnum. Í skálanum er kynding með gasofni og steinolíuvél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn fæst oft úr læk í grennd við skálann. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að göngufólk sitji fyrir um gistingu.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: 65° 7.498'N, 16° 55.244'W
- Símanúmer: 462 2720
- Hæð yfir sjávarmáli: 640 m
- Aðgengi: Gangandi