Vörunúmer: 251995

Árbók 1995 - Á Hekluslóðum

Verðm/vsk
3.500 kr.

Árbók FÍ 1995 geymir umfangsmikinn fróðleik um eldfjallið Heklu og það svæði sem Hekla hefur farið um eldi og þannig helgað sér að fornum sið.

Að auki eru í bókinni frumort ljóð níu íslenskra skálda.

Verðm/vsk
3.500 kr.

Árbók 1995 Á Hekluslóðum

Eftir Árna Hjartarson

Árbók FÍ 1995 geymir umfangsmikinn fróðleik um eldfjallið Heklu og það svæði sem Hekla hefur farið um eldi og þannig helgað sér að fornum sið. Fjallað er um gamla byggð í kringum Heklu, gamlar leiðir og nýjar, fáfarnar slóðir að baki Heklu, gossögu fjallsins og rannsóknarsögu.

Að auki eru í bókinni frumort ljóð níu íslenskra skálda. Það eru ljóðskáldin Baldur Óskarsson, Hannes Sigfússon, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Matthías Johannessen, Steinunn Sigurðardóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Vilborg Dagbjartsdóttir sem heiðruðu Heklu með orðagaldri sínum.

Höfundur árbókarinnar er Árni Hjartarson jarðfræðingur og ritstjórn annaðist Hjalti Kristgeirsson.

Kaflar í bókinni

  • Byggð í gömlum hraunum
  • Heklubæir
  • Inn með Heklu og Valafelli
  • Fáfarnar slóðir að baki Heklu
  • Háfjallið
  • Ort til Heklu
  • Eldfjallafræði
  • Gossaga Heklu
  • Rannsóknarsaga Heklu
  • Leiðir á Heklu