Árbók 2002 Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar
Eftir Hjörleif Guttormsson
Árbók FÍ 2002 fjallar um sunnanverða Austfirði frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar. Auk neðangreindra kafla eru 90 klausur ýmislegs efnis dreifðar um alla bók. Í þeim er fjallað um jarðfræði og aðra náttúrufræði, sérkenni í landslagi, fornar leiðir, minnileg atvik og nefndur mikill fjöldi fólks úr fortíð og nútíð.
Bókina skrifar Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur. Staðfræðikort teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson, landfræðingur eftir prentuðum frumgögnum Landmælinga Íslands. Bókarhöfundur ákvarðaði sjálfur örnefni á kortunum. Ritstjóri var Hjalti Kristgeirsson.
Kaflar í bókinni
-
Álftafjörður
Um Lónsheiði. Út fyrir Hvalnes. Styrmishöfn. Snjótindur. Álftafjarðareldstöð ásamt jarðfræðiuppdrætti. Starmýrardalur. Landris og rif. Eyjar á Álftafirði. Býli sunnan Hofsár. Starmýrarteigar. Flugustaðadalur. Flugustaðaeldstöð. Hofstunga. Hof og Hofsdalur. Múladalur. Á Hvannavöllum. Geithelladalur. Land, Virkishólasel, Kambsel. Jarðfræðikort af bókarsvæðinu. Þormóðshvammar og Afrétt. Melrakkanes. Kaflanum fylgja staðfræðikort á 5 síðum.
-
Hamarsfjörður
Bragðavellir og Bragðavalladalur. Hamar og Hamarsdalur. Veturhús. Brattháls og Bótarhnjúkar. Sviðinhornahraun. Staðfræðikort á tveim síðum.
- Djúpivogur og Hálsþinghá
Hálsströnd. Hálsþorp (nú horfið). Kristfjárjörðin Búlandsnes. Suðurland að Fýluvogi. Útland, eyjar og sund. Jökulminjar (ásamt korti af útbreiðslu ísaldarjökla), sjávarstaða, sandburður. Þvottáreyjar. Verslunarstaðurinn Djúpivogur. Um Norðurland að Teigarhorni. Geislasteinar og Teigarhorn (ásamt uppdrætti af zeólítabeltinu). Búlandsdalur og Búlandstindur. Staðfræðikort.
-
Papey
Papeyjarálar. Lendingar, lífríki. Hellisbjarg. Goðatættur. Mannvistarminjar. Um ábúendur, m. a. Gísla í Papey. Á hlaðinu á Bjargi. Staðfræðikort.
-
Berufjörður
Landmótun og sveitarsaga. Fossárdalur. Í útjaðri Hrauna. Selnes. Berufjarðarbotn, berghlaup (ásamt uppdrætti), Axarvegur. Berufjarðarskarð. Breiðdalseldstöð. Innströndin. Kelduskógar, Skáli. Gautavík. Útströndin. Frá Þiljuvöllum að Krossá. Fagradalsskarð. Krossþorp og Núpsþorp. Staðfræðikort á tveim síðum.
-
Breiðdalur
Fyrir Hvarf. Breiðdalseyjar. Frá Ósi til Fagradals. Tyrkjarán í Breiðdal. Suðurdalur. Suðurbyggð. Skriðudalur (ásamt uppdrætti af hnjúkaröð). Frá Berufjarðarskarði að Ánastöðum. Austan undir Breiðdalsheiði. Sunnan undir Tó. Undir Dísastaðafelli. Norðurdalur. Reindalsheiði. Norðan undir Tó. Þorvaldssstaðir og berghlaup. Hróarsdalur. Til Stafsheiðar. Eydalir og Eydalalönd. Þverhamar og þorpið Breiðdalsvík. Snæhvammur og hamrahallir. Staðfræðikort á tveim síðum.
-
Stöðvarfjörður
Frá Kambanesi inn á Jökultind. Stöðvardalur austan ár. Stöð. Kirkjuból – Stöðvarfjörður. Frá Löndum að Merkigili. Staðfræðikort.
-
Fáskrúðsfjörður
Frá Gvendarnesi að Eyri. Hafnarnes. Innsveitin. Reyðarfjarðareldstöð. Daladalur. Stuðlaheiði. Búðakauptún, franska skeiðið. Norðurbyggð. Skrúður (ásamt sérkorti). Handan skriðna og norðan skarðs. Staðfræðikort á tveim síðum.