Karfan er tóm.
Árbók FÍ 2004 fjallar um Borgarfjarðarhérað, nánar tiltekið frá Hafnarfjalli og Skarðsheiði í suðri og vestur fyrir Norðurá, Hvítá og Borgarfjörð í vestri. Í norðri afmarkast umfjöllunin við Tvídægru og Arnarvatnsheiði og í austri við Langjökul.
Í bókinni er greinagott yfirlit um héraðið og merkisstaði þess, almenn lýsing á mótun landslags og lýsing á einstökum sveitum og heiðum. Árbókin er ómetanleg heimild um héraðið, stútfull af upplýsingum um landið, bæina, fólkið, söguna og ættartengslin svo fátt eitt sé nefnt.
Höfundurinn, Freysteinn Sigurðsson er jarðfræðingur, ættaður frá Reykjum í Lundarreykjadal. Ljósmyndir bókarinnar tók Björn Þorsteinsson, Guðmundur Ó. Ingvarsson, gerði kortin og ritstjórn var í höndum Hjalta Kristgeirssonar.