Vörunúmer: 252006

Árbók 2006 - Mývatnssveit með kostum og kynjum

Verðm/vsk
4.900 kr.

Árbók FÍ 2006 fjallar um Mývatnsssveit og næsta umhverfi hennar, með öllum kostum og kynjum. Höfundur tekur lesandann með sér í ferðalag um sveitina, ofan af Mývatnsheiði og niður að bæjunum við Laxá, síðan fram á Suðurbæi áður en förinni er haldið áfram meðfram vatninu sunnan og austan þess.

Verðm/vsk
4.900 kr.

Árbók 2006 Mývatnssveit með kostum og kynjum

Eftir Jón Gauta Jónsson

Árbók FÍ 2006 fjallar um Mývatnsssveit og næsta umhverfi hennar, með öllum kostum og kynjum. Höfundur, Jón Gauti Jónsson, landfræðingur, tekur lesandann með sér í ferðalag um sveitina, ofan af Mývatnsheiði og niður að bæjunum við Laxá, síðan fram á Suðurbæi áður en förinni er haldið áfram meðfram vatninu sunnan og austan þess.

Komið er í hlað á hverjum bæ og staldrað við, lengi þar sem ferðamönnum býðst beini og gisting eins og á Skútustöðum og í Reykjahlíð. Síðan er haldið með bæjum norðan vatns og hringnum lokað við Laxá. Eftir að hafa skoðað byggðina er haldið upp á heiðar, fjöll, hraun og sanda umhverfis alla sveit. Komið að Kröflu, brölt í Búrfellshrauni, litið á Lúdent, haldið á Heilagsdal, farið um Fremrináma, skotist í Sellönd og Suðurárbotna.

Um leið og landinu er lýst er haldið á vit sögu og sagna, sögð deili á fólki, lífsbaráttu þess og lifnaðarháttum, en einnig hugað að náttúrunni sem óvíða í landinu er eins fjölbreytt og við Mývatn: fjöld fugla, fiskur í vatni, mýflugan í senn vargur og lífhlekkur. Kynnt er Náttúrurannsóknastöðin og fluttur fróðleikur vísindamanna um lífríkið. Margt er tíundað um jarðfræði og það hvernig ásýnd landsins hefur orðið til.

Höfundur mynda er Jóhann Óli Hilmarsson og staðfræðikort gerir Guðmundur Ó. Ingvarsson. Ritstjóri var Hjalti Kristgeirsson.

Kaflar í bókinni

  • Suðurbæir
    Komið úr Reykjadal. Laxá. Helluvað. Arnarvatn. Óður til Mývatnssveitar. Mývargur. Gautlönd. Hrísheimar. Litlaströnd. Framengjar. Baldursheimur.
  • Mývatnsheiði
    Komið úr Bárðardal. Hörgsdalur. Stöng.
  • Sunnan við vatn
    Haganes. Lífríki Mývatns. Álftagerði. Borgir og Rófur. Skútustaðir. Náttúrurannsóknastöð. Garður. Grænavatn. Kálfaströnd. Klasar. Höfði.
  • Ofan við vatn
    Geiteytjarströnd. Veiðiskapur. Dimmuborgir. Vogar. Reykjahlíð. Eldhraun. Jarðbaðshólar. Bjarnarflag
  • Norðan við vatn
    Komið af Hólasandi. Grímsstaðir. Slútnes. Neslönd. Fuglar. Vindbelgur. Vagnbrekka. Geirastaðir. Laxárdeilan. Hofsstaðir. Fornleifar.
  • Reykjahlíðarheiði og Hólasandur
    Hlíðarfjall. Hvannstóð. Slýin. Gæsadalur. Sandurinn græddur.
  • Krafla og Norðurfjöll
    Námafjall. Hlíðardalur. Eldvirkni. Kröflueldar. Mývatnseldar. Kagað af Kröflu.
  • Komið austan af fjöllum
    Þjóðleið gömul og ný. Afréttin. Búrfellshraun. Fjalla-Bensi.
  • Lúdentarborgir - Heilagsdalur
    Hverfell. Lúdent. Lofthellir. Kráka. Seljahjallagil. Ketildyngja. Fremrinámar. Brennisteinsnám og flutningar. Hvammfjallahellir.
  • Sellönd og Suðurárbotnar
    Gróðureyðing. Gamlar réttir. Minjar við Suðurá. Biskupaleið.