Vörunúmer: 404093

Dalastígur að Fjallabaki

Verðm/vsk
3.900 kr.

Dalastígur að Fjallabaki er tuttugasta og fyrsta fræðslurit FÍ. Dalastígur er fimm daga gönguleið frá Hrauneyjum að Markarfljóti á móts við Húsadal í Þórsmörk. Dalastígur er tæplega 100 km langur og liggur um stórbrotna og fjölbreytta náttúru að Fjallabaki. 

Verðm/vsk
3.900 kr.

Í ritinu er einnig að finna nokkrar fleiri gönguleiðir út frá helstu áningastöðum á Dalastíg, einkum í nágrenni Dalakofa og skálans á Hungurfit. Þá er lýst tveggja daga leið sem kallast Miðvegur frá Fossi á Rangárvöllum í Hvanngil eða Álftavatn með Hungurfit sem áningastað. Loks er lýst tveggja daga göngu frá Hafrafelli á Rangárvöllum upp að Tindfjallajökli og þaðan niður að Markarfljóti með Tindfjallasel sem áningastað.