Karfan er tóm.
Í þessum ferðabæklingi um Laugaveginn er göngufólki veitt greinagóð leiðsögn um leiðina og bent á athyglisverða staði og landslag sem fyrir augu ber. Bæði er hverri dagleið á milli skála á Laugaveginum lýst sérstaklega en jafnframt eru uppástungur um skemmtilegar gönguleiðir út frá hverjum skála fyrir sig og aukakróka út frá hinni eiginlegu gönguleið.
Laugavegurinn er fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Óvíða er jafnmikil fjölbreytni í landslaginu, fjöll í öllum regnbogans litum, háir jöklar, öskrandi hverir, stórfljót, stöðuvötn og margt fleira.
Höfundarnir eru báðir þaulkunnugir þessum slóðum. Leifur er líffræðingur og Guðjón landfræðingur og hafa þeir gengið um Laugaveginn og nágrenni frá því áður en brýr og skálar komu til.
Ritið er 50 bls. og í litlu broti sem tilvalið er að hafa í vasa á göngunni. Margar myndir og góð kort prýða bæklinginn.