Vörunúmer: 303021

Laugavegurinn ljósmyndabók

Verðm/vsk
6.500 kr.

Fallegar landslagsljósmyndir frá gönguleiðinni um Laugaveginn, frá Landmannalaugum í Þórsmörk.

Frábær heimild um þessa fjölbreyttu og vinsælu gönguleið.

Verðm/vsk
6.500 kr.

Laugavegurinn ljósmyndabók

Eftir Björk Guðbrandsdóttur

Í þessari veglegu ljósmyndabók eru á annað hundrað ljósmynda frá Laugaveginum svokallaða, það er gönguleiðinni frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Með ljósmyndunum eru prentaðir stuttir textar skrifaðir af ýmsum ferðalöngum þar sem þeir reyna að lýsa Laugaveginum og upplifun sinni af leiðinni með orðum.

National Geographic útnefndi Laugaveginn eina af 20 bestu gönguleiðum í heimi og ljósmyndirnar eru góður vitnisburður um hvers vegna þessi leið er svona vinsæl.

Bókin er útskriftarverkefni höfundar frá Ljósmyndaskólanum í Reykjavík en Björk hefur gengið Laugaveginn 12 sinnum, meðal annars sem fararstjóri.

Bókin er 130 blaðsíður og allir textar eru bæði á íslensku og ensku.