Karfan er tóm.
Dalir eru eitt söguríkasta hérað landsins. Auður djúpúðga nemur héraðið, þangað berst írska kóngsdóttirin Melkorka sem ambátt en verður tengdamóðir Þorgerðar dóttur Egils Skallagrímssonar, þar gerist Laxdæla um Kjartan, Bolla og Guðrúnu, þar vex upp Hallgerður langbrók og þar hefst veldi Sturlunga í Hvammi, landnámsbæ Auðar. Í Dölum hafa einnig orðið afdrifrík tíðindi síðar í Íslandssögunni, og þeir hafa fóstrað lærdómsmenn, þjóðskáld, listamenn og kynlega kvisti. Þessi bók vísar veg um Dalabyggðir með sögulegan fróðleik í hverju skrefi.
Árni Björnsson menningarsagnfræðingur skifar hér um heimahaga sína. Ritverkið hófst fyrir sex ártugum og auk bóklegra heimilda nýtur höfundur fróðleiks úr samtölum við sveitunga frá þeim tíma, en þeir eru nú flestir látnir.
Söguslóðir í Dölum er bók fyrir forvitnaferðalanga og heimamenn í Dölum, og ekki síður fyrir áhugamenn um þjóðlegan fróðleik, íslenskt samfélag og breiðfirska náttúru.