Ferðafélag unga fólksins

Ferðafélag unga fólksins, FÍ Ung, hefur það meginmarkmið að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-25 ára að ferðast um, kynnast Íslandi og vera úti í náttúrunni í góðum og skemmtilegum félagsskap.

FÍ Ung var stofnað árið 2015 og er fyrst og fremst hugsað fyrir aldurinn 18-25 ára. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að hvetja ungt fólk til að fara á fjöll og skoða hina fjölbreyttu náttúru Íslands.

Skráning veitir atkvæðisrétt á aðalfundi og félagsfundi. Árbók FÍ er ekki innifalin.

Árgjald í FÍ Ung er kr. 4.650,-