101 tindur á Austurlandi

Út er komin ný gönguleiðabók, bókin 101 Austurland eftir Skúla Júlíusson.

Bókin inniheldur lýsingar á gönguleiðum á 101 tind á Austurlandi ásamt kortum, upplýsingum um hækkun, göngutíma og uppgöngutíma, gps-hnit og allt annað sem göngumenn þurfa að vita áður en lagt er á tindinn. Í bókinni eru leiðirnar í stafrófsröð en einnig eru gefin upp erfiðleikastig. Höfundur hefur einnig ritað formála um öryggi á fjöllum.

Skúli Júlíusson er fæddur árið 1974 og hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður á Austurlandi frá árinu 2009 safnað miklu efni um gönguleiðir á Austurlandi. Hann hefur þegar hafist handa við ritun næstu bókar auk þess sem fyrirhugað er að gefa þessa bók úr á ensku og þýsku fyrir næsta sumar.