morgun mættu 105 á Vífilfellið í frábæru veðri. Nokkurt brölt var á mönnum við að komast alla leið á toppinn því enn er svolítill snjór í fjallinu. En allt fór vel að lokum og menn voru syngjandi kátir í sólinni. Gjörningurinn: Toppað með Tómasi tókst svo vel að hluti hópsins flutti hann fyrir RÚV þegar niður var komið. Frekari æfingum og þróun á gjörningnum verður haldið áfram næstu daga. Á morgun verður gengið á Helgafell við fyrsta hanagal og á föstudag er gengið á Úlfarsfell og býður FÍ þá öllum göngugörpum upp á morgunverð og þeir sem gengið hafa alla daga vikunnar hljóta viðurkenningu frá félaginu.