115 fengu gullpening

52 fjoll 2011

Á gamlársdag lauk 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands árið 2011. 115 göngugarpar gengu á Öskjuhlíðina, drukku heitt kakó í Perlunni og tóku við verðlaunapeningi úr hendi Ólafs Arnar Haraldssonar forseta FÍ. Svo kvöddust allir með faðmlögum og brosum en algengasta setningin sem heyrðist var: sjáumst á fjöllum eftir áramótin.
Nýtt verkefni fer af stað í byrjun janúar með kynningarfundi þann 3. í Mörkinni 6.