12. maí - Hringferðir um fjallatinda - Helgafell og fleiri fjöll ofan Hafnarfjarðar – Létt

Númer: D-12a
Dagsetning: 12.5.2013 - 1.1.1900
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Hringferðir um fjallatinda: Helgafell - Létt
Lýsing:

Hringferðir um fjallatinda 2 skór

Stigvaxandi fjallgöngur í þriggja ferða syrpu

Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.

Verð: 4.000/6.000 hver ferð.

Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Helgafell og fleiri fjöll ofan Hafnarfjarðar – Létt

12. maí, sunnudagur 

Gengið frá Kaldárseli upp á Helgafell. Farið austur af fellinu niður gil og undir steinboga. Haldið meðfram Helgafelli í átt að Húsfelli og gengið á það. Í bakaleiðinni er farið á Búrfell og endað á að þvera Valahnúka hjá Valabóli og Músarhelli. 13 km. 50-200 m hækkun á fellin. 5-6 klst.