Um 300 manns tóku þátt í morgungöngum FÍ þetta árið og ljóst er að morgungöngurnar njóta vaxandi vinsælda og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Á toppi Úlfarfells í morgun var hrópað ferfalt húrra fyrir þeim sem mætt höfðu í allar göngurnar fimm þetta árið og reyndust þeir vera 26 að fararstjórum meðtöldum.
Páll Ásgeir Ásgeirsson var fararstjóri í morgungöngunum þetta árið þakkaði öllum fyrir þátttökuna í morgun á Úlfarsfelli og óskaði sérstaklega öllum þeim sem tóku þátt í öllum morgungöngunum fimm sérstakelga til hamingju.
Morgungöngur FÍ hófust árið 2004 og mættu 5 í fyrstu gönguna og allir hálf laumulegir á svip enda þótti verkefnið létt geggjað í upphafi. Þó var ljóst að margir fylgust með úr fjarlægð og fjölgaði þátttakendum 100 % í næstu göngum; urðu 10, 20 40 og 80. Nýtt met var síðan slegið í morgun á Úlfarsfelli þegar 93 þátttakendur gengu á fjallið.
já