52 fjöll 2012

Gönguverkefni FÍ Eitt fjall á viku, 52 fjöll á ári, hefur gengið vel á árinu og nálgast þátttakendur nú markmiðið, þe að ganga á fjall nr. 52.  Stór hópur af þeim þátttakendum sem lögðu af stað í ársbyrjun eru enn galvaskir og munu klára verkefnið með stæl.

Frábær stemming hefur einkennt hópinn og meðal annars hélt hópurinn glæsilega árshátíð í haust.

Með þessu verkefni má segja að Ferðafélag Íslands hafi endurvakið stemmingu fyrir dagsferðum hjá félaginu. 

Ferðafélag Íslands býður upp á 52 fjalla verkefni 2012 þriðja árið í röð.    Umsjónarmenn eru margreyndir fjallamenn og fararstjórar hjá FÍ sem miðla af þekkingu sinni og reynslu auk þess sem jóga, leikjum, ýmsum uppákomum og tiltækjum er fléttað inn í verkefnið.  Verkefnisstjóri er Páll Ásgeir Ásgeirsson

Verkefnið var í upphafi kynnt sem áramótaheit þar sem þátttakendur stigu á stokk og strengdu þess heit að ástunda fjallamennsku, útiveru og heilbrigðan lífsstíl á komandi ári og verður sem slíkt kynnt sérstaklega á milli jóla og nýárs.