Laugardaginn 12. janúar gengur 52 fjalla hópur Ferðafélags Íslands á Mosfell við Mosfellsdal. Mosfellið er 280 metra hátt. Áætluð hækkun á göngu er 200 metrar og ætluð vegalengd 3.8 km. Gangan tekur 1-2 tíma.
Lagt er upp frá bílastæði við kirkjuna á Mosfelli ca. kl. 10.20. Til þess að komast þangað skal aka þjóðveg eitt (Vesturlandsveg) en beygja inn á veg 36 Þingvallaveg í Mosfellssveit við Helgafell. Í Mosfellsdal er svo beygt inn á veg sem liggur heim að Mosfelli. Þeir sem vilja samflot eða hyggjast sameinast í bíla skulu mæta í Mörkina 6 en þaðan verður farið kl. 10.00 stundvíslega.
Veðurspá fyrir laugardag er ágæt, hæg vestlæg eða breytileg átt og líklega úrkomulaust fyrri hluta dagsins, fremur svalt í veðri.