Á Blákoll fyrst við bröltum á

Fyrsta gangan í 12 fjalla verkefni FÍ var um sl. helgi.  Þá gengu 92 þátttakendur á Blákoll.  Fararstjórar voru Ævar og Örvar Aðalsteinssynir auk fleiri fararstjóra en þeir bræður ( fjallabræður ) eru aðalfararstjórar verkefnisins.  Að lokinni göngu var til þessi ágæta vísa sjá hér neðar.

bla1
Fólk kom á eigin bílum á upphafstað göngunnar ofan Draugahlíðar

bla2
Örvar talar til 92 ferðbúinna göngumanna með aðstoð gjallarhorns

bla3
Komin yfir hraunið í rigningu og hvassri suð-austan átt.

bla4
Hópurinn komin vel áleiðis og stutt hvíld í vari við klett.

bla5
Fyrstu menn komnir á hæsta kollinn í miklu roki og slyddu.

 

Um ferðina:

  • Fjall mánaðarins í janúar 2011
  • Blákollur 532 m.
  • 5 km.
  • Gengið frá suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðar.
  • 3 tímar.
  • Erfið ganga vegna veðuraðstæðna. Suð-austan rok og rigning sem breyttist í slyddu. Mjög sterkar hviður.
  • Ku vera góður útsýnisstaður þó ekki sé fellið hátt. Fín reynsla fyrir komandi göngur á árinu.

 

Á Blákoll fyrst við bröltum á
það bara reyndist gaman.
Þó blési á móti og blaut varð tá
þá blessaðist allt saman.

 

92 þátttakendur með fararstjórum.