Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson

Út er komin bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Bókin er 432 síður, litprentuð, og lýsir gönguferðum nokkurra göngumanna á hæstu tinda í 24 sýslum landsins. Eitt fjallanna var hæsti tindur í tveimur sýslum þannig að hátindarnir eru 23. Vegna þess að í upphafi var ekki alltaf ljóst hvert var í raun hæsta fjall sýslunnar var gengið á fleiri fjöll og er í bókinni samtals lýst ferðum á 28 fjallatinda. Þar er auk göngulýsingarinnar að finna grunnupplýsingar um hvert fjall, ljóð sem tengja má fjallinu auk margra ljósmynda . Tvö kort fylgja umfjöllun um hvert fjall, annað er yfirlitskort af svæðinu, hitt er nærkort af tindinum.

 

Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og er leiðbeinandi verð kr. 4.980-, en  félagsmönnum FÍ  býðst að fá hana á  kr. 3.980- með því að senda tölvupóst til bókaútgáfunnar ( holar@simnet.is ) eða hringja í síma 587-2619 (eftir kl. 15). Einnig má panta bókina hjá höfundi ( beg@lbhi.is ) eða hringja í vinnusíma hans 460-4477 (á milli kl. 8 og 16 virka daga). Gefið upp nafn, heimilisfang, greiðslukortanúmer (16 stafir) og gildistíma korts. Tilboðið gildir til 15. maí og er heimsending innfalin í verðinu.