Á vit fossana í Djúpárdal

Um síðast liðna helgi héldu 40 manns á vegum Ferðafélagsins á vit fossana í Djúpárdal með fararstjórunum Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Rósu Jónsdóttur.  Þessar slóðir eru fáfarnar af ferðamönnum en það eru helst heimamenn sem þarna ferðast um í leit að fé á haustin.

Eins og oft vill verða hér á landi var veðrið margbreytilegt.  Nokkrir meðlimir hópsins fullyrtu að þeir hefðu aldrei séð jafn svarta þoku og vísindalegar mælingar leiddu það í ljós að skyggnið væri 35 skref. Síðasta daginn var þó þurrt og bjart á köflum.

Fossaskoðunin vakti mikla hrifningu enda er hér á ferð einstök náttúruperla, hinn tignarlegi jökulfoss Bassi í Djúpáfellst í faðma við kliðandi lindár sem spretta upp úr úfnu hrauninu.