Á ystu nöf-námskeið við yfirdrifinni lofthræðslu

Líður þér mjög illa þegar þú ert hátt uppi eins og á svölum eða brúm, í lyftum eða stigum eða forðastu háar hæðir eins og þú frekast getur?
Hefur lofthræðsla hamlandi áhrif á daglegt líf þitt?
Hefur þig dreymt um að fara í fjallgöngur en ekki haft þig í það vegna lofthræðslu?
Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir tveggja vikna námskeiði við yfirdrifinni lofthræðslu í samstarfi við Ferðafélag Íslands.  Markmið námskeiðsins er að draga úr lofthræðslu svo að fólk eigi hægar um vik að fara ferða sinna, hvort sem er í daglegu amstri eða þegar farið er á vit ævintýra. Um er að ræða úrræði sem er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og skiptist námskeiðið í fræðslu, æfingar, vettvangsferðir og heimaverkefni auk þess sem farið verður í fjallgöngu  undir lok námskeiðs. 
Stjórnendur námskeiðsins eru Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sálfræðingur, Helena Jónsdóttir cand.psych. og Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 15. júní 2010 og stendur yfir í 2 vikur en hópurinn mun hittast 2 sinnum  í viku í 2 klukkustundir í senn (þriðjudaga og föstudaga kl. 8-10).  Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is en skráningu lýkur 12. júní n.k.

Dagskrá námskeiðs:

Þriðjudagur 15 . júní kl 8:00-10:00

Fræðsla sálfræðinga um fælni, óttaviðbragðið og þætti sem viðhalda lofthræðslu.  Lofthræðsla hvers og eins kortlögð. (Slökun/grounding kynnt til sögunnar.) 

Föstudagur 18. júní kl 8:00-10:00

Fjallað verður ítarlega um þátt hugarfars í lofthræðslu og hvernig megi hafa áhrif þar á. Vettvangsferð.

Þriðjudagur 22 . júní kl 8:00-10:00

Fræðsla um öryggisráðstafanir og leiðir til að takast á við óttann.  Vettvangsferð.

Þriðjudagur 29 . júní kl 8:00-10:00

Samantekt, markmiðssetning og bakslagsvarnir.

Að lokum:  Farið verður í göngu á Helgafell með leiðsögumanni og sálfræðingum laugardaginn 3.júlí. Tímasetning og tilhögun verður auglýst síðar.