Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar

Aðalfundur Ferðafélags Akureryar var haldinn á skrifstofu FFA á Akureyri.   Hilmar Antonsson formaður flutti skýrslu um starfsemi ársins og auk þess fluttu skálaformenn skýrslu af skálum félagsins og formaður ferðanefndar kynnti ferðaáætlun og ritstjóri Ferða kynnti Ferðir.  Gestir fundarins voru Ólafur Örn Haraldsson og Páll Guðmundsson frá FÍ.

Ferðafélag Akureyrar starfar sem deild í FÍ og starfar á öllum kjörsviðum félagsins,  stendur fyrir ferðum, rekur skála og sinnir fræðslu- og útgáfustarfi.  Mikill metnaður og myndarskapur einkennir allt starf Ferðafélags Akureyrar.

Ólafur Örn fjallaði um hlutverk ferðafélaganna bæði sem ferðafélaga og eins menningar- og framfarafélaga og Páll Guðmundsson kynnti Ferðafélag barnanna og fór yfir ýmis sameiginleg hagsmunamál deilda og FÍ.