Aðalfundur Ferðafélags Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

 


Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í skólahúsinu á Kópaskeri laugardaginn 2. mars n.k.
Fyrir fundinn, eða kl. 15:00 verður farið í stutta göngu frá skólahúsinu meðfram ströndinni við Kópasker, og síðan hefst fundurinn kl. 16:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, inntaka nýrra félaga, kosningar og önnur mál.

Þá verða sýndar nokkrar myndir úr göngum síðasta árs og ferðaáætlun Norðurslóðar 2013 verður kynnt.

Gaman væri ef fólk hefðu með sér myndir úr gönguferðum félagsins.
Eftir fundinn fá fundargestir leiðsögn um Skjálftasetrið.
Fundurinn er öllum opinn. Fólki er velkomið að koma og kynna sér félagið.

Ferðafélagið Norðurslóð var stofnað 21. apríl 2009. Félagssvæðið er úr Kelduhverfi í vestri að Bakkafirði í austri. Félagið vill stuðla að ferðalögum um starfssvæði sitt og greiða fyrir þeim.
Félagið er sjálfstæð deild í Ferðafélagi Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar FÍ.
Félagsmenn FÍ njóta umtalsverðra fríðinda. Má þar nefna Árbók félagsins sem er innifalin í árgjaldi. Afslátt í ferðir félagsins, afslátt í gistingu í skála félagsins sem og í skála ferðafélaga á norðurlöndum, afslátt í fjölda verslana og fróðlegar upplýsingar um ferðalög.