Aðalfundur Ferðafélags Noregs

Aðalfundur Ferðafélags Noregs var haldinn í Bergen í Noregi um helgina.  Ferðafélag Noregs er á meðal öflugustu félagasamtaka á norðurlöndum með rúmlega 220 þúsund félagsmenn. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ var gestur á aðalfundinum.

Dagskrá fundarins var afar fjölbreytt og viðamikil og stóð fundurinn í fjóra daga.  Á meðal þess sem rætt var voru skálamál en DNT rekur 400 skála í Noregi, gönguleiðir og merkingar, ýmis verkefni, ekki síst ungmennastarf, nátturuvernd og öryggismál.

Framkvæmdastjóri FÍ flutti stutt erindi á aðalfundinum. Fjármálakreppan í heiminum og á Íslandi hafði komið nokkuð til tals á fundinum og sagði Páll Guðmundsson að eitt af því sem fólk gæti gert þegar að þrengdi væri að taka þátt í starfi Ferðafélags Íslands og frá áramótum hefði verið fjölgun félagsmanna í félaginu, sem og aldrei hefði bókast betur í ferðir félagsins.  Bæðí á stríðsárunum í Noregi og eins í efnahagskreppunni í Noregi í lok síðusut aldar varð mikil fjölgun og aukiin þátttaka í Norska Ferðafélaginu.

Framkæmdastjóri FÍ lýsti yfir áhuga FÍ á auknu samstarfi við DNT og næsta vor koma 12 fulltrúar norska Ferðafélagsins í heimsókn til FÍ.