Pétur Magnússon, framkvæmdarstjóri Hrafnistu, var kosinn í stjórn Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var 9. mars.
Elísabet Sólbergsdóttir sem setið hefur í stjórn FÍ sem gjaldkeri félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pétur kosinn í hennar stað. Elísabetu eru þökkuð góð og óeigingjörn störf sín í þágu félagsins.
Stjórn félagsins skipa nú eftirfarandi: Ólafur Örn Haraldsson, forseti, Gísli Már Gíslason, Helgi Jóhannesson, Margrét Hallgrímsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Pétur Magnússon, Tómas Guðbjartsson, Sigrún Valbergsdóttir og Þórður Höskuldsson.
Á aðalfundinum var ársreikningur Ferðafélagsins kynntur og ýmis mál varðandi félagið rædd. Ólafur Örn, forseti FÍ, ræddi í ávarpi sínu meðal annars um sögu, tilgang og stöðu félagsins sem verður einmitt 90 ára á þessu ári.
Fundurinn var haldinn í sal FÍ, Mörkinni 6.