Aðalfundur Hornstrandafara FÍ

Ársfundur  Hornstrandafara FÍ

 

19. janúar  2008

 

 

Ágætu  Hornstrandafarar FÍ !!

 

Ársfundur Hornstrandafara 2008 verður haldinn laugardaginn 19. jánúar kl. 14.00 í Mörkini 6 uppi í risi.

 

 

Á dagskrá fundarins verður :

 

 

1.     Helstu afrek Hornstrandafara á liðnu starfsári þ.e. hin mjög svo rómaða skýrsla stjórnar og nú sem endranær flutt af hinum eina og sanna leiðtoga.

2.     Stjórnarkjör. Miklar mannabreytingar munu vera í aðsigi og jafnvel talað um hefnd karlagengisins eftir vel heppnaða kvennabyltingu á síðasta ársfundi.

3.     Hvert stefnum við á komandi starfsári ?

4.     Kaffi og bakkelsi þ.e. hinar hefðbundnu ársfundavöfflur Hornstrandafara með tilheyrandi sultutaui og jurtarjóma.

5.     Myndasýning. Gísli Már Gíslason sýnir myndir úr Færeyjarferð FÍ 2006

 

 

              Kæru  Hornstrandafarar  FÍ !!

 

              Hendið frá ykkur hreingerningaráhöldum, skúringarfötum, skrúbbum

              og moppum laugardaginn 19. janúar og fjölmennið þess í stað á ársfund

              Hornstrandafara og stöðvið þannig valdarán karlagengisins.

 

 

Með  baráttukveðjum !!

 

Stjórn Hornstrandafara