Aðventuferð í Þórsmörk - takið fjölskylduna með

Dagskráin er hugsuð svona:

Laugardagur 6 desember:
9:00 Hittumst við OLÍS stöðina Norðlingaholti (Rauðavatn)
10:30 Stutt stopp á Hvolsvelli, taka olíu, kaupa nesti o.fl.
13:00 Langidalur. Komum okkur fyrir og skiptum í hópa.
a. Laufabrauðshópur (umsjón Dagmar)
b. Leikja og keppnishópur (Umsjón Ingo)
13:45 Keppni og leikir við skála. Aðrir búa til laufabrauð. Svo má alveg flakka á milli hópa að vild.
18.00 Grill a.la Dóri Dagmars. Áætlaður matseðill Grillað lambalæri bakaðar kartöflur og eitthvað meðlæti allavegana rabbabarasulta.

19:30 Kvöldvaka og verðlaunaafhending. Höfum það gaman saman

Sunnudagur 7 desember
8.00 Morgunmatur
9:00 Gönguferð um nágrennið (fer eftir veðri)
12:00 Ekið upp að Gígjökli áður en haldið er heim


Innifalið er gisting, grillmatur á laugardagskvöldið og umsjón.

Í Langadal er skáli ferðafélags Íslands. Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m).

Þeir sem vilja fara með þurfa að senda skráningu á skraning@islandrover.is þar sem kemur fram:

Nöfn allra þeirra sem fara með:
Aldur þeirra allra:
Bíltegund:
Bílnúmer:

ATH. Skráningu lýkur miðvikudaginn 3 desember. Nauðsynlegt er að skrá alla fyrir þann tíma svo matarinnkaup verði í samræmi við fjöldann.

Greiðsla fyrir ferðina fer fram í Þórsmörk á laugardeginum. Vinsamlegast hafið meðferðis peninga, ekki er hægt að taka við kortum.

Athugið: Hægt er að leigja nýja breytta Defender jeppa af Safaris.is í þessa ferð. Leiguverð er 25.000kr fyrir helgina. Eldsneyti er ekki innifalið. Hafið samband við Ingó í S. 8220022 eða með ingo@safaris.is.


Vonumst til að sjá þig með.

Með kveðju
Ferðafélag Íslands
Íslandrover
Safaris.is