Ferðafélagið býður nú upp á æfingaprógram fyrir ferðina á Hvannadalshnjúk sem félagið stendur fyrir um Hvítasunnuhelgina. Æfingaprógrammið verður kynnt á fundi fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17.00 í risinu í Mörkinni 6.
Ferðir á Hvannadalshnjúk hafa notið mikilla vinsælda undafarin ár og hafa ferðir Ferðafélagsins verið mjög fjölmennar.
Segja má að það hafi komist í tísku að ganga á toppinn og hafa þá ekki allir gert sér grein fyrir að um er að ræða krefjandi gönguferð sem krefst undirbúnings og útbúnaðar. ,,Ég ætla að skreppa á Hvannadalshnúk um helgina," hafa sumir sagt og óhætt að segja að það séu töluverð rangmæli.
Úr ferð Ferðafélagsins á Hvannadalshnúk 2005