Ferðafélag Íslands stendur fyrir afmælisgöngu sunnudaginn 27. nóvember í tilefni af 95 ára afmælis félagsins. Gengið verður á Stóra - Hrút í Geldingadölum. Gangan hefst kl. 10 að morgni frá bílastæðum norðan Íslólfsskála.
Sérsakur gestur í göngunni verður Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands sem fræðir þátttakendur um jarðfræði svæðisins.
Þátttaka er ókeypis - öll velkomin. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar.
Fararstjórar eru Auður K. Ebenesardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Tómas Guðbjartsson.