Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni býður sveitin upp á göngu á Vífilsfell næstkomandi laugardag. Vífilsfell er að hluta í landi Kópavogs og félagar sveitarinnar líta það sem fjallið sitt. Nýliðaþjálfun hvert ár hefst með göngu á fjallið.
Að þessu sinni er öllum frjálst að koma með og félagar sveitarinnar verða á gönguleiðinni og veita aðstoð og leiðsögn.
Fjölmennum á Vífilsfell á næsta laugardag. Beygt er út af Suðurlandsvegi til hægri, rétt ofan við Sandskeið og stefnan tekin í sandnámurnar. Þar eru bílastæði og félagar HSSK verða til aðstoðar.